Landsliðsæfingar yngri flokka í fótbolta

Kári Daníel Alexandersson og Luis Carlos Cabrera Solys hafa verið valdir á úrtaksæfingar hjá U16 og U17 ára landsliðum í knattspyrnu. Þjálfari hópanna er Davíð Snorri Jónasson og óskum við okkar flottu fulltrúum góðs gengis á æfingunum sem fara fram í lok mánaðarins.