Yngri flokkar - Skráning á vorönn í fullum gangi

Æfingar hjá yngri flokkum Vals hefjast að nýju fimmtudaginn 3. janúar nema annað sé tekið fram á Sport Abler eða á facebook síðum flokkanna. Valsrútan mun svo hefja för sína á nýjan leik föstudaginn 4. Janúar en rétt er að minna foreldra á að ganga frá skráningu í rútuna á skráningarvef félagsins.

Við minnum foreldra einnig á að ganga frá skráningu iðkenda í vornámskeið þar sem börnin færast ekki sjálfkrafa yfir á nýtt tímabil. Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar endurnýjaðist um áramót og því er hægt að ráðstafa styrknum upp í æfingagjöld frá og með 1. janúar.

Athugið að ekki  skal ráðstafa styrknum í gegnum rafræna Reykjavík heldur á skráningarsíðu Vals: https://innskraning.island.is/?id=valur.felog.is

 

Algengar spuringar varðandi skráningu á námskeið: 

- Þarf ég að skrá barnið aftur á vorönn ef það var skráð fyrir jól? 

Já, það er gert inn á heimasíðu félagsins undir skráning iðkenda - Smelltu hér

 

- Ráðstafa ég frístundastyrk inn á Rafrænni Reykjavík? 

Nei, það er gert á skráningarsíðu Vals  - Smelltu hér

 

- Þarf ég að skrá barnið mitt í Valsrútuna á vorönn ef það var skráð í rútuna fyrir jól?

Já, það er gert um leið og iðkendur eru skráðir á námskeið inn á skráningarsíðu Vals - Smelltu hér

 

- Hvers vegna er hægt að velja um tvö námskeið í fótboltanum?

Það er bæði hægt að skrá iðkendur á tímabilið jan-jún og jan-sept. Það er hlutfallslega ódýrarar að ganga frá skráningu út ágúst. Skráning fyrir sumarnámskeið hefst í maí.