Birkir Már Sævarsson íþróttamaður Vals 2018

Að viðstöddu fjölmenni var Íþróttamaður Vals 2018 valinn á gamlársdag venju samkvæmt við hátíðlega athöfn að Hlíðarenda.

Fyrir valinu að þessu sinni varð Birkir Már Sævarsson sem var lykilleikmaður í Íslandsmeistaraliði Vals og íslenska landsliðsins sem keppti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á liðnu sumri.

Meðfylgjandi myndir tók Þorsteinn Ólafs.