Emma, Karen og Amanda á úrtaksæfingar KSÍ

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna valdi á dögunum leikmenn sem koma saman  til úrtaksæfinga dagana 25. - 27. janúar. 

Í hópnum eru þrjár Valsstelpur, þær Emma Steinsen, Karen Guðmundsdóttir og Amanda Jacobsen Andradóttir. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.