Domino´s deild kvenna: Valur - KR í kvöld kl. 19:15

Valur og KR mætast í Domino´s deild kvenna í sannkölluðum toppslag miðvikudagskvöldið 23. janúar í Origo-höllinni að Hlíðarenda.

KR situr á toppi deildarinnar með 24 stig en Valsstúlkur í því fjórða með 20 stig.

Með sigri geta Valsstúlkur því minnkað bilið milli liðanna í tvö stig og hleypt enn meiri spennu í toppbaráttuna í deildinni. 

Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna á völlinn.