Gönguleiðir í kringum framkvæmdasvæði við nýjan Landspítala

Á meðfylgjandi mynd má sjá gönguleiðir í kringum framkvæmdasvæðið við nýjan Landspítala í febrúar.

Þarna eru einnig sýndar opnar gönguleiðir í mánuðinum og svo ákjósanlegustu gönguleiðir fyrir Valskrakka sem þurfa að fara framhjá framkvæmdasvæðinu (krakkar úr Þingholtum).

Til að stuðla að öryggi iðkenda hvetjum við foreldra í Þingholtunum til að kynna þeim fyrir þessum gönguleiðum.