Valur Reykjavíkurmeistari kvenna fjórða árið í röð

Valur varð í gærkvöldi Reykjavíkurmeistari kvenna í knattspyrnu þriðja árið í röð eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við KR í lokaumferð mótsins. Valur lauk mótinu með 13 stig, einu meira en Fylkir sem hafnaði í öðru sæti. 

Fyrra mark Vals í gær var sjálfsmark KR-inga en Hallbera Guðný Gísladóttir gerði seinna mark Vals á 33. mínútu fyrri hálfleiks. Vesturbæingar jöfnuðu á 87. mínútu leiksins og þar við sat. 

Margrét Lára Viðarsdóttir endaði sem markadrottning Reykjavíkurmótsins með 9 mörk. 

Mynd: mbl.is/​Hari