Emma og Amanda til úrtaksæfinga með U16 - Ragna og Ólöf í hóp U17 gegn Írum

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna valdi á dögunum leikmenn sem koma saman til úrtaksæfinga dagana 22.-24. febrúar næstkomandi. 

Í hópnum eru tvær Valsstelpur, þær Emma Steinssen og Amanda Jakobsdóttir. Þá valdi Jörundur leikmenn U17 til þátttöku í tveimur vináttulandsleikjum gegn Írlandi, dagana 18. - 20. febrúar. Í þeim hópi eru þær Ragna Guðrún Guðmundsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir. 

Við óskum stelpunum góðs gengis og til hamingju með valið.