Bergdís, Hlín, Stefanía, Guðný og Auður til La Manga með U19

Þórður Þórðarson þjálfari U19 ára landsliðs kvenna valdi á dögunum 20 manna hóp sem tekur þátt í æfingaleikjum á La Manga Spáni dagana 27. febrúar - 6. mars.

Í hópnum eru fimm Valsstelpur, þær Bergdís Fanney Einarsdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Stefanía Ragnarsdóttir, Guðný Árnadóttir og Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving. 

Leikið verður gegn Svíþjóð 1. mars, Ítalíu 3. mars og Danmörk 5. mars. Leikirnir eru undirbúningur fyrir milliriðli sem leikinn verður í Hollandi 1. - 10. apríl næstkomandi. 

Við óskum stelpunum hjartanlega til hamingju með valið og góðs gengis á La Manga.