Olís-deild karla: Valur - Selfoss, í kvöld mánudaginn 25. feb. kl. 19:30

Valur mætir Selfyssingum í Olís deild karla í kvöld, mánudaginn 25. febrúar kl. 19:30 í Origo-höllinni að Hlíðarenda. 

Liðin mættust í Coca Cola bikarnum  í síðustu viku þar sem Valur hafði betur og má því búast við gestirnir komi ákveðnir til leiks en aðeins munar tveimur stigum á liðunum í deildinni. 

Við hvetjum því stuðningsmenn til að fjölmenna í Origo-höllina í kvöld en fyrir þá sem ekki komast er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á stöð 2 sport.