Alexandra Von og Auður Ester til æfinga með U19 - Ásdís og Ída til æfinga með U17

Stefán Arnarson og Sigurgeir Jónsson þjálfarar 19 ára landsliðs kvenna völdu á dögunum hóp til æfinga dagana 20. - 23. mars næstkomandi. Í hópnum eru tvær Valsstelpur þær Alexandra Von Gunnarsdóttir og Auður Ester Gestsdóttir. 

Þá völdu Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson þjálfarar 17 ára landsliðs kvenna hóp til æfinga dagana 20. - 24. mars. Í þeim hóp er að finna Valsstelpurnar og frænkurnar Ásdísi Þóru Ágústsdóttur og Ídu Margréti Stefánsdóttur. 

Við óskum stelpunum til hamingju með Valið og góðs gengis á æfingunum.