Valsstelpurnar byrjuðu allar gegn Dönum á La Manga

U19 ára landslið kvenna gerði í gær 2-2 jafntefli við Danmörku, en þetta var síðasti æfingaleikur liðsins á La Manga.

Í hópnum eru fimm Valsarar sem allar voru í byrjunarliði Íslands í leiknum gegn Dönum. Þetta eru þær Bergdís Fanney Einarsdóttir, Guðný Árnadóttir, Auður Scheving, Hlín Eiríksdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir.

Áður hafði liðið unnið 2-0 sigur gegn Svíþjóð og tapað 2-3 gegn Ítalíu. Framundan hjá liðinu er milliriðill sem er spilaður í byrjun apríl í Hollandi og má búast við að stelpurnar spili stóra rullu þar.