Fjórði flokkur karla (eldri) bikarmeistarar

Strákarnir í 4.flokki eldri urðu Bikarmeistarar í gær sunnudag eftir sjö marka sigur á Víkingi 29-22. Valur var 14-6 yfir í hálfleik.

Maður leiksins var valinn Tryggvi Garðar Jónsson en hann skoraði 10 mörk í leiknum. Breki Hrafn og Dagur Möller skoruðu fimm, Knútur Kruger Krummi Kaldal skoruðu tvö og þeir Hlynur Freyr, Kristófer Valgarð og Dagir Máni eitt hver.

Haraldur Helgi var með 12 varða bolta og Benedikt Arnar einn.

Þjálfarar flokksins eru þeir Arnar Daði Arnarsson og Agnar Smári Jónsson.

Liðið er nú handhafar allra titlana sem í boði eru á Íslandi og óskum við þeim og sem að liðinu standa innilega til hamingju með árangurinn.