Deildarmeistarar í 3. og 4. flokki karla

Valur 2 í 3. flokki karla urðu á dögunum deildarmeistarar í 2.deild með sigri á Víkingum með níu mörkum 32-23.  Strákarnir fóru í gegnum 2. deild með sannkölluðum glæsibrag þar sem þeir fengu fullt hús stiga. 


Deildarmeistarar 3. fl. 2.png

 

 

 

 

 

 

 

Þá urðu strákarnir í 4.flokki eldri deildarmeistarar eftir sjö marka sigur á Selfossi 30-23 eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik 12-12.  Tryggvi Garðar Jónsson var markahæstur með 12 mörk og Breki Hrafn Valdimarsson skoraði sjö. Knútur Kruger skoraði sex.


Deildarmeistarar 4. fl. eldri.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við óskum drengjunum og þeim sem standa að liðinum hjartanlega til hamingju með deildarmeistaratitlana.