Eiður og Haraldur yfirþjálfarar hjá barna- og unglingastigi í knattspyrnu

Barna- og unglingasvið Vals samdi á dögunum við Eið Benedikt Eiríksson og Harald Árna Hróðmarsson um gegna stöðu yfirþjálfara hjá knattspyrnudeild sviðsins.

Eiður mun þjálfa og vera yfir yngra stigi, þ.e. flokkum, 8. 7. 6. og 5. karla og kvenna en hann hóf þjálfaraferil sinn hjá Fjölni ungur að árum, aðeins 16 ára. Síðan þá hefur hann t.a.m. þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Fylki og fjölda flokka hjá Stjörnunni á tímabilinu 2016-2019.

Samhliða nýja starfinu gegnir Eiður stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna hjá Val. Eiður er með UEFA A þjálfaragráðu og útskrifast frá Cruyff Institute í Apríl með gráðu í Sport Management ásamt því að klára UEFA youth Elite í sama mánuði.

Haraldur Árni mun vera yfir eldra stigi deildarinnar, þ.e. 3. og 4. flokk karla og kvenna ásamt því að vera aðalþjálfari 3. flokks karla. Haraldur hefur þjálfað hina ýmsu flokka hjá Þrótti um árabil og árin 2016-2018 gegndi hann stöðu yfirþjálfara félagsins.

Haraldur er með A stigs þjálfaragráðu frá KSÍ ásamt því að vera með UEFA Elite Youth A frá KSÍ.

Þeim til halds og traust verður Margrét Magnúsdóttir þar til hún fer í barneignarleyfi fram á haust.

Við bjóðum Eið og Harald velkomna til starfa og óskum þeim góðs gengis á nýjum vettvangi.