Emma, Amanda, Hildur og Karen til úrtaksæfinga

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna valdi á dögunum leikmenn sem koma saman til úrtaksæfinga dagana 12. - 13. apríl. Um er að ræða undirbúning fyrir UEFA Development Tournament sem fer fram í Króatíu 6. - 12. maí næstkomandi.

Í úrtakshópnum eru fjórar Valsstelpur, þær Emma Steinsen, Amanda Jacobsen Andradóttir, Hildur Björk Búadóttir og Karen Guðmundsdóttir. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.