Páskabingó fyrir iðkendur Vals - Þriðjudaginn 16. apríl

Það verður sannkölluð páskastemning í Valsheilminu þriðjudaginn 16. apríl þegar bingóvélin byrjar að rúlla á Páskabingói barna og unglingsviðs félagsins. 

Bingó-ið hefst stundvíslega kl. 17:00 og eru vinningarnir í formi páskaeggja af öllum stærðum og gerðum. 

Við hvetjum iðkendur jafnt sem foreldra til að fjölmenna.