Undanúrslitatvenna fimmtudaginn 11. apríl: Valur - KR og Valur - Haukar

Það verður sannkölluð undanúrslitatvenna fimmtudaginn 11. apríl í Origo-höllinni að Hlíðarenda þar sem kvennalið Vals í körfu- og handbolta verða í eldlínunni. 

Klukkan 18:00 mætast Valur og KR í þriðja leik liðanna í undaúrslitum Dominos deildar kvenna í körfubolta þar sem Valur leiðir einvígið 2-0.

Strax í kjölfarið eða klukkan 20:00 mætast lið Vals og Hauka í undanúrslitum Olís-deildarinnar en þar leiða Valskonur einnig 2-0. Í báðum tilfellum þurfa liðin að sigra þrjá leiki til tryggja sér sæti í úrslitum. 

Það er því mikið í húfi fyrir bæði lið og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna að Hlíðarenda.

Sérstakt tilboð verður fyrir stuðningsmenn sem vilja fara á báða leikina og kostar sá miði litlar 2.000 krónur. 

Minnum einnig á að grillin verða á fullu gasi milli leikja þar sem stuðningsmenn geta fengið sé glóðasteikta hamborgara.