Slæm loftgæði - Útiæfingar falla niður seinnipartinn

Sökum slæmra loftgæða hefur verið ákveðið að fella niður útiæfingar að Hlíðarenda í dag föstudaginn 12. apríl.

Samkvæmt mælingum umhverfisstofnunar bendir til þess að styrkur svifryks fari yfir heilsuverndarmörk á meðan æfingum stendur og við þannig aðstæður er ekki æskilegt að iðka íþróttir utandyra. 

Valsrútan mun samt sem áður ganga samkvæmt áætlun og þjálfarar munu mæta og taka á móti iðkendum og gera eitthvað félagslegt í staðinn fyrir æfingu.