BOSE í samstarfi við Val

Knattspyrnudeild Vals hefur samið við BOSE sem einn af aðal samstarfsaðilum deildarinnar næstu tvö árin. BOSE er eitt þekkasta fyrirtæki í heims í þróun og framleiðslu á hljóðlausnum til einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið er einkum þekkt fyrir leiðandi þróun í svokallaðari "noise cancelling tækni" (hljómgæði án truflunar umhverfishljóða).

BOSE var stofnað árið 1964 og er að meirihluta í eigu Massachusetts Institute of Technology (MIT). Upplýsingatæknifyrirtækið Origo er umboðsaðili BOSE á Íslandi.

"BOSE hefur ávallt valið sér samstarfsaðila af kostgæfni og átt um árabil átt í samstarfi við margt af fremsta íþróttafólki heims, svo sem í golfi og NFL. Valur er einn af risunum í íslenskum fótbolta og fellur því afar vel að hugmyndafræði BOSE.

Við erum afar spennt fyrir samstarfinu og getum ekki beðið eftir að fótboltavertíðin í karla- og kvennadeildunum 2019 hefjist," segir Óskar Páll Elfarsson vörustjóri BOSE hjá Origo.