Domino´s deild kvenna úrslit: Valur - Keflavík, laugardag kl. 18:00

Valur og Keflavík mætast í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna í körfubolta, laugardaginn 27. apríl. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður háður í Origo-höllinni að Hlíðarenda. 

Valur leiðir einvígið 2-0 og getur því með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna að Hlíðarenda á laugardaginn.