Olís deild kvenna (úrslit): Valur - Fram , sunnudag kl. 16:00

Valur tekur á móti Fram í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna í handknattleik sunnudaginn 28. apríl. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda og hefst hann klukkan 16:00. 

Valur leiðir einvígið 2-0 og getur með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn - Við hvetjum því stuðningsmenn til að fjölmenna að Hlíðarenda og styðja stelpurnar til sigurs!