Sigurhátíð að Hlíðarenda

Fimmtudaginn 2. maí frá 17:00 til 19:00 verður haldin sigurhátíð að Hlíðarenda í veislusölum félagsins. 

Þá gefst okkur öllum, stuðningsmönnum, stjórnum, fyrrum leikmönnum og hverjum sem er, kostur á að samgleðjast stelpunum sem urðu Íslandsmeistarar í handbolta og körfubolta um síðustu helgi (og áður deildar- og bikarmeistarar).

Boðið verður upp á léttar veitingar og myndasýningu ásamt því að aðalstjórn Vals færir leikmönnum gjöf til minningar um þetta einstaka afrek.

Við hvetjum fólk til að fjölmenna, þótt ekki væri nema rétt reka inn nefið, fá sér kökubita og þakka leikmönnum fyrir veturinn.

Vinsamlegast komið þessum skilaboðum sem víðast því við viljum sjá sem flesta.