Uppskeruhátíð yngri flokka í handbolta - Fimmtudaginn 23. maí

Fimmtudaginn 23. maí verður uppskeruhátíð hjá yngriflokkum Vals í handbolta. Frá klukkan 17:00-18:00 verður veturinn gerður upp hjá flokkum 8 - 5 og í kjölfarið hjá 3. og 4. flokk klukkan 18:30.

  • Handbolti 8. - 5. flokkur 17:00-18:00
  • Handbolti 3.-4. flokkur 18:30-19:30

Veittar verða viðurkenningar fyrir keppnistímabilið, þjálfarar gera grein fyrir starfi vetrarins og foreldrafélög flokkanna sjá um léttar veitingar.

Foreldrar hvattir til að fjölmenna. 

Uppskeruhátíðin fer fram í hátíðarsal Valsheimilisins.