Uppskeruhátíð yngri flokka í körfubolta - Mánudaginn 27. maí

Mánudaginn 27. maí verður uppskeruhátíð hjá yngriflokkum Vals í körfubolta frá klukkan 17:00-18:30 þar sem veturinn verður gerður upp.

Veittar verða viðurkenningar fyrir keppnistímabilið, þjálfarar gera grein fyrir starfi vetrarins og foreldrafélög flokkanna sjá um léttar veitingar.

Foreldrar hvattir til að fjölmenna. 

Uppskeruhátíðin fer fram í hátíðarsal Valsheimilisins.