Nýjar gönguleiðir í kringum Hlíðarenda vegna framkvæmda

NLSH og Knattspyrnufélagið Valur í samstarfi um gönguleiðir á framkvæmdasvæði nýs Landspítala

Nú þegar framkvæmdir standa yfir á lóð Landspítala við Hringbraut vegna byggingar Nýs Landspítala er mikilvægt að umferð gangandi vegfarenda sé greið.

NLSH ohf. Í samstarfi við Íþróttafélagið Val hefur látið útbúa kynningarmyndband um helstu gönguleiðir í nánd við framkvæmdasvæðið.

Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH ohf:

Við sem stöndum að Hringbrautarverkefninu er annt um að umferð gangandi vegfarenda í nálægð við framkvæmdasvæðið gangi vel.  Þetta kynningarmyndband er okkar framlag til þeirra sem eiga leið um svæðið og ekki síst fyrir yngstu iðkendur íþrótta hjá Íþróttafélaginu Val. Við vonum að þessar upplýsingar tryggi öryggi vegfarenda um svæðið meðan á jarðvegsframkvæmdum stendur."

Sigurður K. Pálsson framkvæmdastjóri Vals:

Við hjá Val erum ánægð með þetta framlag NLSH með að tryggja aukið öryggi þeirra sem leið eiga um framkvæmdasvæðið. Hjá okkur er mikill fjöldi iðkenda í ýmsum íþróttagreinum sem koma gangandi eða á reiðhjólum á æfingar hjá félaginu. Mikilvægt er að huga vel að öruggum leiðum að Hlíðarenda meðan á framkvæmdum stendur."

Allar nánari upplýsingar um framkvæmdina er að finna á eftirfarandi myndbandi: