Mögulega stærsti kvennahópurinn sem hefur æft saman á Íslandi

Það hefur heldur betur verið kátt á hjalla hjá byrjendaflokk og minnibolta 6-7 ára stelpna í vetur sem æfðu saman undir styrkri stjórn Pálmars Ragnarssonar.

Alls hafa á bilinu 45-50 stelpur æft saman sem er metfjöldi á þessu aldursbili hjá félaginu og mögulega Íslandsmet ef út í þá sálma er farið. 

Sami aldur stráka megin taldi um 40 iðkendur og var sá hópur ekki síður glæsilegur. Meðfylgjandi er mynd af hópnum og hlökkum við til að taka á móti krökkunum næsta haust.