Líf og fjör fyrstu vikuna í sumartarfi Vals - Skráning á námskeið 2-6 í fullum gangi

Það er óhætt að segja að veðurblíðan hafi leikið við þá rúmlega 100 iðkendur sem tóku þátt í sumarstarfi Vals þessa vikuna.

Körfuboltaskóli Vals nýtti sér veðurblíðuna og skelltu körfuboltasnillingarnir okkar í "streetball" við Hlíðarskóla undir styrkri stjórn Ágústs Björgvinssonar;"Frábær vika að baki í körfuboltaskólanum og verður næsta enn betri að mínu mati."

Yfir 80 strákar og stelpur tóku þátt í fótboltaskólanum þessa vikuna og var Arnar Steinn ánægður með vikuna."Það var mikil keyrsla þessa vikuna, við vorum með snarpar æfingar og enduðum vikuna á HM þar sem Brasilía vann hjá eldri hópnum og Argentína í þeim yngri. "

Sumarbúðir í borg eru svo búin að vera útum kvippinn og kvappinn í þessari viku. Ber þar helst að nefna strandferð í Nauthólsvík, vettvangsferð og frisbígólf á Klambratúni, Kanínuleit í Öskjuhlíð, sundferð og skoðunarferð á Hvalasafn Íslands.

Um leið og við starfsmenn og stjórnendur sumarstarfsins óska iðkendum og foreldrum góðrar helgar vekjum við athygli á dagskránni í næstu viku.

Dagskráin í Sumarbúðum í næstu viku má sjá hér:

Þriðjudagur // 18. júní

Fyrir hádegi: Heimsókn á borgarbókasafn

Hádegismatur: Kjúklingaréttur með pasta, ferskt salat og ávextir.

Eftir hádegi: Heimsókn á Árbæjarsafn

Miðvikudagur // 19. júní

Fyrir hádegi: Íþróttir á Vals-svæðinu

Hádegismatur: Litlar hakkbollur með kaldri skyr-kryddsósu ásamt núðlum og salati.

Eftir hádegi: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Fimmtudagur // 20. júní

Fyrir hádegi: Spila og leikir á Vals-svæðinu

Hádegismatur: Kjúklingasneið með sveppasósu, kartöflum mais og ávexti.

Eftir hádegi: Sundferð í vesturbæjarlaug

Föstudagur // 21. júní

Fyrir hádegi: Varðskipið óðinn (Gæti færst til)

Hádegismatur: Pylsupartí

Eftir hádegi: Gönguferð í hljómskálagarðinn og leikið þar

Minnum einnig á námskeið fyrir stelpur í 5. og 4. flokk:

Stelpnanámskeið 2019.jpg