Líf og fjör í þriðju viku sumarstarfs Vals - Skráning á námskeið 4-6 í fullum gangi

Þrátt fyrir dumbunginn í veðrinu þessa vikuna hefur ríkt gleði og góð stemning hjá krökkunum í sumarstarfi Vals.

Fótboltaskólinn hitaði upp fyrir Vestmannaeyjar í upphafi vikunnar en 6. flokkur karla lagði land undir fót þar sem þeir taka þátt í Orkumótinu sem nú stendur yfir. Að venju endaði vikan svo með þrautabraut á fimmtudaginn og HM-móti í dag þar sem úrslit réðust í vítaspyrnukeppni.

Helena Sverrisdóttir var skólastjóri körfuboltaskólans þessa vikuna en alls voru yfir 20 iðkendur skráðir til leiks. Körfuboltaskólinn fer nú í frí þangað til í ágúst þegar nýtt námskeið hefst.

Dagskráin í sumarbúðunum þessa vikuna var svo þétt að vanda en þar ber helst að nefna heimsókn á borgarbókasafnið, frisbí gólf á Klambratúni, ratleikur í Öskjuhlíðinni, sundferð í Laugardalslaug og heimsókn á Árbæjarsafnið.

Næsta vika í sumarbúðunum gefur þessari ekkert eftir og má sjá dagskránna hér að neðan ásamt matseðli vikunnar. 

 

Vikan 1. - 5. júlí

Mánudagur // 1. júlí

Fyrir hádegi: Heimsókn í Hallgrímskirkju

Hádegismatur: Ítölsk kjötsósa og spaghetti ásamt fersku salati með vínberjum. Nýbakað brauð.     

Eftir hádegi: Gönguferð á klambratún, frisbí golf og leikið sér á svæðinu

Þriðjudagur // 2. júlí

Fyrir hádegi: Heimsókn á borgarbókasafn

Hádegismatur: Ofnbakaður fiskur í raspi með kaldri kryddsósu hrísgrjónum,ísalat,tómatar,gúrkur.

Eftir hádegi: Gengið upp í öskjuhlíð og leikið sér þar

Miðvikudagur // 3. júlí

Fyrir hádegi: Spilað og leikir á Vals-svæðinu  

Hádegismatur: Litlar hakkbollur með kaldri skyr-kryddsósu ásamt kartöflum og salati.

Eftir hádegi: Strandferð í nauthólsvík ( Má mæta með dót fyir ströndina)

Fimmtudagur // 4. júlí 

Fyrir hádegi: Sjóminjarsafnið (Gæti færst til)

Hádegismatur: Kjúklingasneið með sveppasósu, kartöflum mais og ávexti.

Eftir hádegi: Sundferð í Laugardalslaug

Föstudagur // 5. júlí

Fyrir hádegi: Leikir og stöðvar á Vals-svæðinu

Hádegismatur: Pylsupartí

Eftir hádegi: Heimsókn á árbæjarsafn