Fimm landsliðskonur með U17 ára landsliðinu á Nordic open

Þær Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Emma Steinsen, Karen Guðmundsdóttir, Hildur Björk Búadóttir og Amanda Andradóttir eru þessa dagana með U17 ára landsliði íslands á opna Norðurlandamóti sem fram fer í Svíþjóð.

Allar spiluðu þær í fyrsta leik íslands í mótinu sem endaði með 3-3 jafntefli en íslenska liðið vann í kjölfarið eftir vítaspyrnukeppni.

Karen og Amanda skoruðu sitthvort markið í leiknum.

Við óskum stelpunum góðs gengis á mótinu.