Sigurður Dagsson kvaddur

Einn ástsælasti sonur Vals Sigurður Dagsson verður kvaddur í dag. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju og hefst athöfnin kl. 13.00. Að athöfn lokinni verður erfidrykkja í Valsheimilinu.

Fáir menn hafa átt slíkan stað í hjarta Valsmanna og Siggi Dags. Hógvær félagi utan vallar en mikill afreksmaður innan vallar. Valsmenn kveðja hann með miklu þakklæti.