Breyttur æfingatími á föstudögum hjá 6. fl. kk í fótbolta

Gera þarf breytingar á föstudagsæfingatíma 6. flokks karla í knattspyrnu til hagræðingar fyrir Valsrútuna.

Æfing hjá bæði yngra og eldra ári mun því hefjast klukkan 14:50 og stendur hún til klukkan 16:00. 

Rútuskráning hjá eldra árinu mun breytast sjálfkrafa í fyrri ferð í stað seinni. Breytingin tekur gildi í þessari viku og mun æfingin föstudaginn 20. september hefjast á nýjum tíma.