2. flokkur kvenna bikarmeistari 2019

Valur varð í gær bikarmeistari í 2. flokki kvenna í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á FH í úrslitaleik keppninnar sem fór fram á Origo-vellinum að Hlíðarenda. 

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom Val á bragðið eftir 76. mínútna leik en hún var svo aftur á ferðinni fimm mínútum síðar þegar hún tvöfaldaði forystuna.

Ásdís Atladóttir rak svo smiðshöggið á 85. mínútu og gulltryggði liðinu sigurinn. Ásdís hafði fyrr þann sama dag fengið afhentan Lollabikarinn fyrir framúrskarandi knatttækni. 

Liðið er vel að bikarinum komið og óskum við þjálfurum og öllum stelpunum hjartanlega til hamingju með titilinn.