Valur er meistari meistaranna í körfubolta kvenna

Í gær fór fram leikurinn "meistarar meistaranna" í Origo höllinni að Hlíðarenda þar sem kvennalið Vals mætti Keflavík.

Það er skemmst frá því segja að Valur vann fjórða bikarinn sem í boði var á þessu ári sem er frábær árangur og verður erfitt fyrir nokkurt lið að leika eftir.

Leikurinn endaði 105-81 fyrir Val og átti liðið mjög góða spretti þó sérstaklega í þriðja leikhluta sem endaði 27-8 fyrir Val. Frábær sigur staðreynd og fyrsti bikar tímabilsins í höfn. 

Stigaskor Vals: Guðbjörg 22 stig, Hallveig 16 stig, Helena 14, stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar, Kiana 14 stig, 6 fráköst, 5 stoðsendingar og 6 stolnir boltar, Sylvía 14 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar, Regina 9 stig, Aníta 7 stig, Dagbjört Dögg 4 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 4 stig og 3 stoðsendingar og Kristín María 1 stig.