Fjórar Valsstelpur valdar til úrtaksæfinga með U16

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U16 ára kvenna valdi á dögunum leikmenn sem koma saman til úrtaksæfinga dagana 30. október - 1. nóvember næstkomandi. 

Æfingarnar fara fram í Skessunni Kaplakrika og meðal leikmanna verða fjórar stelpur úr Val. Það eru þær Fanney Inga Birkisdóttir, Hildur Björk Búadóttir, Hugrún Lóa Kvaran og Katla Tryggvadóttir. 

Við óskum stelpunum góðs gengis og til hamingju með valið.