Emma og Ólöf valdar til úrtaksæfinga með U17

Jörundur Áki landsliðsþjálfari U17 kvenna valdi á dögunum Valsarana Emmu Steinsen Jónsdóttur og Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur til úrtaksæfinga landsliðsins sem fram fara dagana 20. - 22. nóvember næstkomandi. 

Stelpurnar eru í 26 stúlkna hópi sem valdar voru til æfinga að þessu sinni en æfingarnar fara fram í Skessunni (Kaplakrika).

Emma hefur spilað 7 landsleiki og skorað 1 mark en Ólöf hefur skorað 9 mörk í 18 landsleikjum.

Við óskum Emmu og Ollu hjartanlega til hamingju.