Kvennalið Vals í körfubolta liðs ársins

Kvennalið Vals í körfuknatt­leik er lið árs­ins 2019 í kjöri Sam­taka íþróttaf­rétta­manna en niðurstaðan var kynnt á hófi í Hörpu laugardaginn 28. desember.

Valskon­ur urðu þre­fald­ir meist­ar­ar keppn­is­tíma­bilið 2018-2019 en þær urðu Íslands­meist­ar­ar, deild­ar­meist­ar­ar og bikar­meist­ar­ar.

Liðið er vel að þessu komið og óskum við stelpunum og þeim sem að liðinu standa hjartanlega til hamingju.