Arnór Smárason gengur til liðs við Val

Knattspyrnudeild Vals og Arnór Smárason hafa komist að samkomulagi um að Arnór leiki með félaginu næstu 2 árin. Arnór gengur til liðs við Val frá Lilleström.

Þessi öflugi landsliðsmaður gerði sinn fyrsta atvinnumannasamning við Heerenveen 2007 og hefur leikið erlendis allan sinn feril hingað til, spilað til að mynda í Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi og Noregi og nú Íslandi.
Arnór sem er margreyndur landsliðsmaður á að baki 26 leiki með A landsliði Íslands og skorað í þeim 3 mörk.

Það er frábært fyrir Íslenskan fótbolta að fá þennan öfluga leikmann heim og um leið sýnir það þann metnað og vilja til að gera deildina betri.

Bjóðum Arnór Smárason velkominn að Hlíðarenda.