Dominos deild kvenna: Valur - Haukar í kvöld kl. 20:15

Valur tekur á móti Haukum í kvöld þegar liðin mætast í dominos deild kvenna klukkan 20:15 í Origo-höllinni að Hlíðarenda.

Því miður verður ekki almenn sala á leikinn í kvöld eins og til stóð þrátt fyrir afléttingar sem tóku gildi á miðnætti. Íþróttahreyfingin vinnur nú að lausn og útfærslu leiðbeininga með ÍSÍ og heilbrigðisráðuneytinu, á meðan svo er gilda fyrri leiðbeiningar HSÍ og KKÍ um framkvæmd leikja.

Af þeim sökum er aðeins hleypt inn samtals 36 aðilum með árskort á leikinn. Árskorthafar eru því hvattir til þess að mæta tímanlega - en við getum eins og áður sagði ekki hleypt nema 36 inn á leikinn í kvöld.

Minnum á að grímuskylda er á alla og áhorfendur skulu þeir fylgja 2 metra fjarlægðarviðmiðum öllum stundum. Börn telja ekki í þessu fjöldaviðmiðum sem nú eru í gildi en grímuskylda og fjarlægðarviðmið eiga við þau eins og aðra.