Ásdís Þóra til Lugi að láni eftir tímabilið

Ásdís Þóra Ágústsdóttir er á leið til sænska félagsins Lugi í sumar og hefur skrifar undir tveggja ára samning við félagið.  Lugi er rótgróið félag í sænsku úrvalsdeildinni með flotta sögu en liðið er staðsett í bænum Lundi.

Ásdís hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands og Vals undanfarin ár ásamt því að spila stórt hlutverk hjá meistaraflokknum.

Það er ljóst að brottför Ásdísar er mikill missir fyrir liðið en félagið er stolt af því að erlend félög séu að horfa til okkar ungu og efnilegu leikmanna.