Dominos deild karla: Valur - Tindastóll (90-79)

Valur fær Tindastól í heimsókn þegar liðin mætast í Origo-höllinni að Hlíðarenda, fimmtudaginn 18. mars. 

Leikurinn hefst klukkan 20:15 og hvetjum við stuðningsmenn til þess að tryggja sér miða í gegnum stubb-appið en líkt og undanfarið er upplag miða á leikinn takmarkað. 

Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða ásamt því að styðja við aðstandendur. Leikurinn verður í opinn dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst útsending 19:45 þar sem vakin verður athygli á samtökunum. Einnig verður söfnun meðan á leik stendur:

Píeta Samtökin Kt: 410416-0690 | 0301-26-041041

Við Valsmenn viljum með þessum leik og umfjöllun vekja athygli á Píeta samtökunum og þeirra málefni sem er bæði brýnt og þýðingarmikið. Það er skoðun okkar að ef við getum nýtt íþróttir, skemmtun og gleði íþrótta, til að vekja athygli á jafn þýðingarmiklu samfélagsmáli og hér um ræðir, þá er sigur unninn. Það er von okkar að þessi leikur verði til að styrkja og mögulega leiðbeina einhverjum sem þarf á aðstoð að halda.

Ársmiðahafar þurfa að mæta tímalega þannig að tryggt verði að þeir komist í húsið - Mætum og styðjum við bakið á strákunum.

Origo Sætaskipan