Kristófer og Kári Daníel í æfingahóp U19

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla í knattspyrnu valdi á dögunum 23 manna æfingahóp sem kemur saman til æfinga dagana 25. - 28. mars næstkomandi. 

Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði og eru tveir Valsarar í hópnum, þeir Kristófer Jónsson og Kári Daníel Alexandersson. Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.