Sandra, Elísa og Elín Metta með landsliðinu til Ítalíu

Þorsteinn H. Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hópinn sem mætir Ítölum í vináttuleik sem fer fram ytra núna í apríl. 

Í hópnum eru þrjár Valskonur, þær Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir og Elín Metta Jensen. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í leiknum.