Anton Rúnarsson til TV Emsdetten

Anton Rúnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við TV Emsdetten og heldur út í sumar. Anton þarf ekki að kynna fyrir nokkrum Valsara en hann hefur verið einn albesti leikmaður félagsins á undanförnum árum og ljóst er að brotthvarf hans verður mikill missir fyrir liðið.

Anton er uppalinn Valsari en fluttist til Danmerkur og lék með Nordsjælland áður en hann gekk til liðs við TV Emsdetten árið 2014 en kom svo heim til Vals eftir sinn tíma þar.

Anton var markahæsti leikmaður síðasta tímabils hjá félaginu þegar Valsmenn urðu deildarmeistarar og Anton er einnig markahæsti leikmaður félagsins þar sem af er í Olís deildinni á þessu tímabili.

Anton er ekki einungis mikilvægur innan vallar heldur hefur hann einnig þjálfað yngri iðkendur félagsins við góðan orðstýr undanfarin ár.

"Það er gífurlega spennandi að fá tækifæri að komast aftur út til Þýskalands. Á sama tíma verður auðvitað erfitt að kveðja félagið sitt hérna heima en þegar þetta tækifæri kom þá gátum við ekki hafnað því".

"Okkur fjölskyldunni leið mjög vel þarna og erum við spennt fyrir því að komast aftur út og það hjálpar mikið að þekkja klúbbinn og borgina - Svo við vitum nákvæmlega hvað bíður okkar." sagði Anton Rúnarsson.

Við óskum Antoni og fjölskyldu alls hins besta í Þýskalandi.