110 ára afmæli Vals

Þriðjudaginn 11. maí á Knattspyrnufélagið Valur 110 ára afmæli. Venju samkvæmt verður lagður blómsveigur að styttu séra Friðriks Friðrikssonar að Hlíðarenda klukkan 17:00 og formaður félagsins, Árni Pétur Jónsson, heldur stutta tölu.

Í ljósi fjöldatakmarkana verður ekki hægt að bjóða upp á kaffiveitingar en ákveðið hefur verið að halda upp á afmælið með veglegum hætti á haustmánuðum.

Á afmælisdaginn kemur út sérblað með Fréttablaðinu um Val þar sem fjallað er á margvíslegan hátt um starfsemi félagsins, rætt við íþróttafólk, stjórnarmenn sem og öfluga stuðningsmenn.