Heimaleikir í Olís deild kvenna og karla um helgina

Handboltalið Vals verða í eldlínunni um helgina þar sem bæði kvenna- og karlið félagsins eiga heimaleiki í Origo-höllinni að Hlíðarenda.

Á laugardaginn tekur kvennaliðið á móti HK í 14. og lokaumferð Olís deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og geta stelpurnar tryggt sér þriðja sæti deildarinnar með sigri. Í kjölfarið taka við 8 liða úrslit deildarinnar sem hefjast 13. maí.

Á sunnudeginum tekur karlalið Vals svo á móti sprækum Gróttumönnum í 19. umferð Olís-deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og sem fyrr eru aðeins 100 miðar á leikinn í boði. 

Við hvetjum stuðningsmenn til að tryggja sér miða í tíma enda upplag miða takmarkað. 

Miðasala í stubbur appinu
  • Aðeins 100 miðar í boði
  • Grímuskylda fyrir áhorfendur
  • Sjoppan lokuð meðan að leik stendur
  • Áhorfendur beðnir um að halda kyrru fyrir í sætum með þau eru í húsinu.