Úrslitakeppni dominos kv: Valur - Fjölnir, föstudag kl. 20:15

Kvennalið Vals mætir í kvöld stöllum sínum úr Grafarvogi í fyrsta leik Vals og Fjölnis í undanúrslitum dominos deildar kvenna. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda og hefst hann klukkan 20:15. 

Miðasala fer sem fyrr fram í gegnum Stubb appið og skipting svæða með þessum hætti: 

  • Hólf A - Gestir (Stúka í vestur fyrir aftan körfu)
  • Hólf B1 og B2 - Gestir (Stúka í norður fyrir aftan varamannabekk)
  • Hólf B3, B4 og B5 - Valur (Stúka í norður fyrir aftan varamannabekk)
  • Hólf C - Valur (Stúka í austur fyrir aftan körfu)
  • Hólf D1, D2 og D3 - Valur (Stúka í suður á móti varamannabekkjum)
  • Hólf D4 og D5 - Gestir (Stúka í suður á móti varamannabekkjum)

 Ársmiðahafar sem ætla að ná sér í miða þurfa að senda póst á urslitakeppni@gamil.com með nafni, kennitölu, símanúmeri, tegund ársmiða og númeri.