Nýr samstarfssamningur við Dominos

Í dag var undirritaður nýr samstarfssamningur á milli Domino´s Pizza á Íslandi og Knattspyrnufélagsins Vals sem gildir næstu tvö árin.

Domino´s og Valur hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár sem nú heldur áfram. Samstarfssamningurinn felur í sér stuðning frá Dominos í kringum viðburði félagsins.

Þessi samningur er aðeins frábrugðin samningum undanfarina ára þar sem viðbót við felur í sér afslátt til allra Valsmanna, sem geta nú pantað pizzur af matseðli og fengið 35% afslátt með kóðanum:  Valur1911

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ásmund Atlason, markaðsfulltrúa Dominos og Sigurð K. Pálsson framkvæmdastjóra Vals eftir að skrifað var undir samninginn.