Úrslitakeppni dominos kk: KR - Valur, í kvöld kl. 20:15 (uppselt)

Uppselt er á annan leik Vals og KR í einvígi liðanna í úrslitakeppni dominos deildar karla í körfuknattleik sem fer fram í kvöld, miðvikudaginn 19. maí. 

Leikurinn verður sýndur i beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst upphitun 19:45 en leikurinn sjálfur hálftíma síðar, klukkan 20:15. 

KR leiðir einvígið 1-0 eftir háspennuleik að Hlíðarenda síðastliðinn sunnudag.