6. flokkur kvenna eldri Íslandsmeistar í handbolta

Helgina 13. - 16.maí var þriðja Íslandsmót hjá eldra ári 6.flokks kvenna (2009) haldið og sendi Valur fjögur lið til keppni.
Liðin stóðu sig mjög vel og gleðin að fá að spila skein úr andlitum stelpnanna. Valur 4 vann tvo leiki og tapaði tveimur leikjum en liðið spilaði úrslitaleik um að fara upp um deild.
Valur 3 vann alla sína leiki og fór upp um deild, Valur 2 vann tvo leiki og tapaði tveimur og þær töpuðu líka úrslitaleik um að fara upp um deild. Valur 1 vann 1. deildina og hafa þær unnið öll þrjú mótin í vetur sem þýðir að þær eru Íslandsmeistarar 2021.
Þetta þýðir að Valur hefur orðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð í 6. flokki kvenna og flottur hópur af duglegum stelpum að koma upp í félaginu. Það besta við þennan flokkinn er allur sá fjöldi sem er að æfa. Að ná upp sterkum hóp af duglegum, áhugasömum stelpum er það mikilvægasta.
Við óskum stelpunum og þjálfarateyminu hjartanlega til hamingju með árangurinn.